laugardagur, júlí 02, 2005


Landvörður: Laugardagur
Jón hafði komið seint í gærkvöldi, við vöknuðum snemma tilbúnir í gönguna. En fyrst þurfti að ganga frá nokkrum smá atriðum. Tilkynna klikkuðu nunnunni um að hennar væri ekki þörf því við vinirnir ætluðum bara að sjá um þetta. Lagt var af stað um kl 10.00. Með í för voru 10 stikur sem átti að bæta í gönguleiðina, en nokkrar höfðu fallið og týnst um veturinn. 2 bjórar og tvær 3cl flöskur sem átti að drekka í lok ferðarinnar. Einnig slógust í för með okkur hjón úr Garðabænum sem ætluðu í sund í Víti. Ferðin byrjaði vel nokkuð hvasst en það kom ekki að sök.
Viðgerðirnar gengu bar vel og alltaf léttist stiku brigðin. Þegar komið var að Pálskinn, sem er hluti af gönguleiðinni voru allar stikurnar búnar og viðgerðinni lokið. Þar skildust leiðir okkar og hjónanna, þau fóru áleiðis til Vítis og við Jón Smári áleiðis til Suðurbotna sem er háhita svæði í syðri enda Öskjuvatns. Þá var skollið á duna logn og sólin komin fram. Þá fór nú að léttast lund okkar, og við tókum okkur nestispásu undir allbröttu hamrabelti sem við höfðum fikrað okkur niður. Saddir og sáttir var haldið af stað og Suðurbotnar voru í seilingar fjarlægð. Þá var komið að smá gilskorningi sem leysingar vatn hafði skorið í vikurinn sem við þurftum að komast yfir. Þar stóðum við á bakkanum og skoðuðum hvar væri nú best að fara yfir. Þá gefur bakkinn eftir undir fótum mín og ég byrja að detta niður, Þá ákveð ég að reyna að stökkva yfir frekar heldur en að fara niður með skriðunni. Plan mitt var að lenda á sand hóli hinum megin í gilinu þetta var allmikið stökk. Næsta sem gerist er að sandurinn hinum megin er enginn sandur heldur klaki sem ég lendi á með miklum skella og smell og ég heyri eitthvað brotna. Ég reyni að staulast upp á bakkann en það líður næstum yfir mig sökum sársauka, ekki bætti það að Jón Smári ekki alveg að fatta hvað er að gerast hlær bara af mér. Eftir stutta stund fer að renna upp fyrir mér hversu djúpum skít ég er í, og geri mér strax grein fyrir hvað þarf að gera til að koma mér til læknis, því það eru allar bjargir bannaðar til að bera mig héðan þar sem ég er. Þyrla
Ég tók á það ráð að skríða upp úr gilinu þar sem ég var til að ná einhverju sambandi í talstöðina. Þá byrjar ballið. Ég næ sambandi við Gilla sem er rútubílstjóri á Mývatni, og segi honum sólarsöguna. Eftir nokkra stund er ákveðið að senda þyrlu eftir mér þar sem það tæki björgunarsveit 6-7 klst að bara komast til mín, og ekki væri hægt að bera mig í burtu nema með miklu af böndum og talíum. Fljótlega er mér tilkynnt að þyrla Varnarliðsins sé að koma þar sem Landhelgisgæsla sé upptekin, Fokking Varnaliðið að koma að sækja mig (þá og þegar lauk andstöðu minni um veru Varnaliðsins á Keflavík) mitt feita rassgat. Á meðan öllu þessu stóð var Björgunarsveitin Stefán á Mývatni komin í viðbragðstöðu og 5 manns frá Ferðafélagi Akureyrar lagðir af stað yfir heiðina með sjúkrabörur til vonar og vara.Þyrlan kemur og Jón Smári er tilbúinn með neyðarblysið á fyrir fram ákveðnum lendingarstað sem við höfðum fundið fyrir Landhelgisgæsluna. Þyrla Varnarliðsins lendir hjá Jóni en er samt í um 500m fjarlægð. En áhöfn þyrlunar líst ekkert á þennan stað þar sem þeir þurfa að labba með mig dágóðann spöl. Þá koma einir mestu flugfimleikar sem ég hef séð, þyrlan tekur á loft og bakkar til mín og höfuðið á flugmanninum út um gluggann eins og hann sé að bakka í stæði. Hann lendir aðeins fyrir neðan mig og ég horfi ofan á blöðin snúast og eru ansi nálægt jörðinni svona um 1m frá brekkunni. Þar stökkva 2 sjúkraliðar út og þyrlan flýgur aftur í burtu. Þeir koma og meta mig og setja mig í spelkur og styðja mig að þeim stað þar sem þyrlan hafði lent áður. Pólarbear calling Pappabear, pólarbear calling pappabear: og þyrlan tekst á loft þar sem hún hafði sem hún hafði lent nokkurn spöl í burtu. Hún lendir og mér er dröslað um borð í þyrluna og 40min seinna er ég kominn á sjúkrahús í Reykjavík, Þar þakkaði ég kærlega fyrir mig og lofaði að senda þeim myndir. Þar sem ég hafði ekki planað að fara til Reykjavíkur eða einhvern annan stað var ég ekki með síma eða neinn pening eða neitt, þá var bara eitt til ráða fara niður á Kaffibrennslu og fá lánað hjá þeim sem var ekkert mál og ég datt bara í það hjá henni Kötlu á barnum bölvandi sjálfum mér. Andskotinn.

1 Comments:

Blogger Hættulega viðkunnanlegur said...

Sælir sælir, já þessi mynd er eins og tekinn úr góðri stríðsræmu!!

p.s. en þess má geta að viðkunnanlegur var skilinn eftir einn, ofan í ókunnugum eldfjallagýg á hálendinu...

11:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home