sunnudagur, júlí 03, 2005

Klikkaða NunnanÚtskýring:
Nunnan Jakopina hafði komið áður til Öskju það var fyrir 3 árum. Hafði hún komið að vetralagi, réttara sagt um páskana. Ómar Ragnason hafði þá fjallað um ferð hennar, en sú ferð var merkileg fyrir þær sakir að Björgunarsveitin Stefán frá Mývatni hafði þurft að ferja hana upp eftir á snjóbíl en það tók 23 klst. að keyra 100 km. frá þjóðvegi 1. Hvað var hún að gera þarna? hún var að elta orkuna sem Askja gefur frá sér og varð bara að komast þangað til að borða ekki neitt (s.s. fasta). Þessi ferð hennar var samt viðburðarík, þar sem hún kunni ekki á kyndinguna og var nær frosin í hel, hún var einnig með tjald sem fauk útí veður og vind og hafði ekkert að éta (sem var kannski allt í lagi þar sem hún var að fasta). 2 vikum síðar var hún dregin niður mínus eitt tjald og allnokkur kíló.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home