þriðjudagur, júlí 19, 2005

Þriðjudagur 19. júní
Hef legið upp í sofa í 2 tvær vikur með fótinn upp í loftið og horft á Discovery og orðinn stút fullur að allskyns óþörfum fróðleik um allan fjandann eins og:

F-15 rabtor interseptor
Stærsta krana í heimi
Hina heimsfrægu hershöfðingja eins og James Russell og Chris Clark en þeir skópu heiminn, eða svo er mér sagt.
Jæja þá. Þá er ég loks á leið aftur upp á fjall... fram á nes... undir jökul, Snæfellsnes. Tek seinna flugið frá Ísafirði áleiðis til Reykjavíkur, og planið er rúta í fyrramálið undir jökul. Ég kem í bæinn fullur af orku og léttur á fætinum (þeim beyglaða) og 5kg þyngri og til í slaginn. Kem við á Hringbrautinni og finn þar einn þreyttan Hilmar Magnússon og ákveð nú skal bretta fram úr ermum og fara á FYLLERÍ. Við skundum niður í bæ og tillum okkur á Kaffibrennsluna og byrjum að sturta í okkur bjórum í blíðskapar veðri og njótum sólarinnar. Eftir nokkra, ákveðum við að fara í eitthvað sterkara og pöntum okkur Eskimohijto (sem er með brennivíni í stað rommi) ,sem er mjög göróttur drykkur. En leynir á sér því eftir 4stk er farið að halla undan fæti og menn farnir að kippa. Það er því miður ekki nógu gott, því á morgun kl 8:30 rúta upp á Snæfellsnes og stefnan tekin heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home