miðvikudagur, júlí 20, 2005

Miðvikudagur:
Vakna, alveg gler þunnur er virkilega að sjá eftir þessum drykkjum í gær sem við drukkum á furðu góðum tíma. Þunnur og langar ekki á fætur. Jæja það ´þýðir ekki að grenja Pál Ernis heldur safna kjarki og drulla sér á fætur. Tek leigubíl og bruna niður á BSÍ. Rétt næ að sjá í rassgatið á rútunni er hún rennur úr hlaði (vitið þið hvað það er erfitt að hlaupa eftir rútu kl 8:30 með þrjár töskur og einn bakpoka þunnur? nei þið vitið það ekki neitt). Næ að stoppa rútuna áður hún hverfur út í buskann og príla um borð. 4-5klst á leiðinni ég reyni að sofna. Góði besti. Það eru meiri líkur að ég geti borðað 50 egg en að sofna í rútu*. Ferðin tekur loks enda og hún Margrét Sérfræðingur í Þjóðgarðinum tekur á móti mér og við förum á rúntinn um svæðið og segir mér frá og kynnir mig fyrir öðrum landverði sem ég á að vinna með, henni Ástu (sem ég segi betur frá seinna). Rúntast er fram á kvöld og síðan komið heim að Gufuskálum þar sem landverðir búa (Gufuskálar eru við hliðina á hæstamannvirki Ísland langbylgjumastri RÚV 416m), eftir góðan málsverð (1/4 af 12" pizzu og smá salat) leggst ég þreyttur til hvílu eftir erfiðan og viðburðaríkan dag.

"Nobody can eat 50 eggs" Cool Hand Luke

2 Comments:

Blogger Milla said...

hehehehe möst að senda inn sem fréttamynd ársins. Palli hinn ógurlegi komin í "Nam"

1:32 e.h.  
Blogger Hættulega viðkunnanlegur said...

Hvað er þetta maður, á ekkert að fara að tjá sig!!! meira....

4:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home