fimmtudagur, júlí 21, 2005

Fimmtudagur:
Gestamóttaka:
Fyrsti dagurinn á gestamóttöku og er bara frekar bjartsýnn á að þetta muni bara ganga vel. En 2 klst seinna er farið að renna upp fyrir mér hvað allir voru að vara mig við, í sambandi við gestastofuna. Því eftir 2 klst og 0 gesti er mér farið að leiðast svolítið. Upphefst þá hin gríðalega barátta við það að halda sér vakandi. En í baráttu, eins og menn vita er sókn besta vörnin. Sóknin má samt ekki vera eitthvað út í loftið, menn verða að skipuleggja sig. Mér hefur alltaf fundist svokölluð Tangarsókn virka best (En það notuðu Rússar á Þjóðverjana í Stalíngrad), en þannig er að þú ræðst ekki beint á óvininn. Heldur ræðstu á hann á hlið (báðum megin helst, en þar sem við erum með heldur óvenjulega orrustu þá látum við eina hlið duga). Þú semsagt byjar hægt og rólega að drekka ótæpilegt magn af kaffi. Hafa skal í huga að gourmet kaffi er algjört nei í þessu samhengi, því svoleiðis kaffi gæti veitt þér einhverja sælutilfinnigu og þá er spilið búið. Drekka skal Neskaffi, best væri að hella uppá heil ósköp og láta það standa (þarna kemur inní að vera skipulagður) þar til það verður kalt. Svo skal taka bolla og fylla af köldu kaffi og setja í örbylgjuofnin (ef menn hafa eldavél með hellum og hita það upp þannig er það enþá betra). Ekki má drekka allt í einu því þá því útþemd blaðra hjálpar engum, og klósett ferðirnar verða bara fleiri og dregur það nauðsynlegt þrek úr þér. Þannig gengur dagurinn fyrir sig í gestastofu Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.

1 Comments:

Blogger Hættulega viðkunnanlegur said...

já, mér líst vel á þessa varnaraðgerðir! En ég veit til þess að það er alveg upplagt að skvetta smá slettu af ný upphituðu "Pálhúsarpissi" á bringuna á sér!!! nær tryggt að þú vaknar við það!

12:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home