föstudagur, apríl 06, 2007

Nyja Sjaland eins og thad leggur sig







Eftir ad vid forum fra Milford Sound vippudum vid okkur yfir til Stewart Island. Stewart Island er sennilega thad lengsta sem haegt er ad komast fra Islandi. Thannig ad hvert skref fjaer er skref naer Islandi, thad er sem sagt opinbert vid erum loks a leid heim. Stewart Island er alveg storkostleg og fuglalifid storfenglegt, serstaklega ber thar ad nefna fugl sem kalladur er Tui, en songur hans hljomar eins skorathrostur og kedjusog seu ad rifast. Einnig eru Kiwi fuglar a vappi um frumskoginn a eyjunni. A eyjunni var ekki sitid audum hondum heldur skelltum vid okkur i 3ja daga gongu um eyjuna og gistum i gonguskalum. Skemmtum okkur hid besta ad thraeda okkur i gegnum frumskoginn, kraekja framhja drullunni og kviksondunum (en enginn horgull var af theim, en vandlega merkt), skogurinn hreinlega omadi af fuglasong. En engan Kiwifugl saum vid thratt fyrir itrekadar tilraunir. Thremur dogum seinna skridum vid ut ur frumskoginum threytt en anaegd med thetta afrek okkar. Var frekar svekktur yfir thvi ad hafa ekki sed neinn Kiwi en tha var mer bodid ad fara med i Kiwi spotting (sem gengur uta thad ad nokkrir menn taka sig saman vopnadir vasaljosum og skella ser a strondina eftir solsetur og reyna ad threifa sig afram i theirri vona ad their rekist a Kiwi (sennilega meiri likur a thvi ad Kiwi rekist a mann) Eg var tharna i hopi akafra Kiwispottara, en hopurinn saman stod af thremur thjodverjum og 33 ellilifeyristhegum sem allir thurftu hjalp i gegnum skoginn og upp ur batnum og leida tha yfir sandoldurnar. En viti menn saum 2 kiwi a matarleit a storndinni. Mjog skondin dyr, lita ut eins og ofvaxnar kokoshnetur med bleikan gogg.
Saelir og gladir heldum vid sidan heim a leid.
Daginn eftir var lagt af stad nordur a vid.
Nu foru dagar okkar i Kiwilandi ad styttast en vid fundum tima til ad heimsaekja Tongariro thjodgardin og forum i 17km langan gongutur um thjodgardinn thetta a vista ad vera besta dagsgangan i Kiwilandi en eg verd ad segja ad Island getur gert margfallt betur. Daginn eftir gonguna miklu vorum vid kominn til Auckland og skiludum bilnum og nu erum vid a fullu ad undirbua Fiji en thangad fljugum vid a morgun eda 8 april.
Nyja Sjaland ad baki og Kyrrahafid bydur okkar med sinar hvitu strendur og eldfjallaeyjur. Verd ad vidurkenna ad thad verdur mikil eftir sja af Kiwilandi og thjod.
Bless Kiwi Bula (Hallo) Fiji
Thetta er Palli Kiwi Ernisson sem bloggar i seinasta skipti fra Nyja Sjalandi

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl veriði Palli og Svava. Við Hrafnhildur eignuðumst gullfallega dóttur í gær, föstudaginn langa. Hún kom í heiminn eftir keisaralegum leiðum og öskrin voru þvílík að þau heyrðust á allri hæðinni.Mæðgunum heilsast vel en pabbinn er hálf ringlaður. Allavega kærar kveðjur frá okkur og Palli til hamingju með þennann þriðja sem bætist í safnið.
Siggi Palli.

P.S. Stökkmyndirnar hjá ykkur eru geeðeykar...

8:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Palli og Svava. Loksins heyrum við frá ykkur. Frábært hvað þið upplifið margt skemmtilegt og óvenjulegt.Við vorum líka að upplifa margt skemmtilegt í París, fara upp í Effelturninn,sigla á Signu,sjá Mónu Lísu,skoða Versali,borða allskonar óvenjulegan mat, o.fl.o.fl.
Mikið stuð er í bænum núna um páskana,tónleikarnir Aldrei fór ég suður og svo skíðastemmningin auðvitað.
Kveðja mamma og pabbi.

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku bróðir og Svava.

Við hér á Urðarveginum óskum þér til hamingju með 30 ára afmælið Palli minn. Gaman væri nú að hafa ykkur hér á landinu til að halda uppá þennan áfanga saman. Það er skemmtilegt að fylgjast með því sem þið eruð að gera og greinilegt að það er gaman hjá ykkur. Það eina sem við gátum gefið þér í afmælisgjöf, þar sem þú ert svo langt frá okkur, var lagt inn á kreditkortið þitt.

Hlökkum rosalega til að sjá ykkur, þá verður væntanlega slegið upp 30 ára afmælisveislu.

Kær kveðja,
Júlíana og Co.

11:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli íí daaaag...
hann á aaaaafmæli hann Palli bró
Hann á aaffmmæællii í dag húrra húrra húrra!!! Til hamingju með 30 árin elsku besti Palli minn :) Vonandi áttirðu/áttu góðan dag koss, knús og kremj, Erla og Sverrir

1:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með 30 ára afmælið Palli minn.Vonandi eigið þið góðan dag í tilefni afmælisins, en þú sagðir áðan að þið ætlið að eyða deginum á ströndinni, frábært, en hér er snjór yfir öllu.
Afmælisgjöfin bíður eftir þér hér heima.
Bestu kveðjur úr Mjógötunni.
10.apríl, mamma og pabbi.

1:43 f.h.  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með 30 ára afmælið.
Rosalega gaman að lesa um ferðir ykkar um heiminn og sjá að þið veljið ykkur ekki endilega troðnar slóðir...frá mér séð...
Hlakka mikið til að fá ykkur heim og rekja úr ykkur garnirnar :)
Bið að heilsa Svövu.
Óli

10:22 f.h.  
Blogger Hættulega viðkunnanlegur said...

Til hamingju með afmælið!

Legg til að þú breytir titlinum á blogginu þínu í: "Á ferð og flugi á fertugsaldri".

Kveðja,
JSJ

2:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Komið þið sæl skötuhjú. Gaman að fylgjast með ykkur á ferðalaginu og gaman væri nú að vera orðinn svona um 25 árum yngri þá myndi nú maður gera........... en það er nú annað mál. Það sem ég vildi nú sagt hafa kæri frændi til hamingju með afmælið og 30 árin frá okkur hér í Hafraholti 18 á Ísafirði. Kveðja Hilmar og Gugga

7:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Palli !
Til hamingju með afmælið Palli minn. Góða skemmtun áfram og bið að heilsa Svövu.
Sindri og Hanna

6:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og ég trúi ekki að þið fóruð í fallhlífarstökk!!! Ég fékk alveg gæshúð við að skoða myndirnar. Alveg svakalegt :) Ég myndi aldrei þora þessu.

10:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Palli!!! Fylgjumst með ykkur og hlökkum til að sjá ykkur í maí :)

Bestu kveðjur frá Lúxusborgurunum
Lísa, Egill og Pétur Ingi

12:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home