föstudagur, júlí 22, 2005

Föstudagur:
Gestastofa. Frekar veiklulegur eftir allt kaffi þambið í gær, ekki tókst mér að sofna fyrr en ég var búinn að naga koddann minn í tvennt. Hvað um það, því í dag ætlaði ég að sópa. Mér var nefnilega bent á það, að ef maður er sópandi allann daginn myndi maður ekki sofna. Þvílíkt kaftæði, en ég harður á því að slappa aðeins af í kaffi drykkjunni því að ég er bara með tvo kodda (og það er líka erfitt að teipa þá saman). Ekki þurfti ég að kvíða skort af gestum í gestastofuna mína. Fullt var út úr húsi langt fram eftir degi og um kl 1700 er Palli Landvörður orðin svolítið þreyttur á öllum helvítis túrhestum (þú ert sennileg að hugsa um gamla Kínverska málsháttin: Gættu þess sem þú óskar þér því það gæti ræst... Jæja þegi þú).Í því er pikkað í öxlina á mér og hver haldið þið að það sé? Enginn annar en Forsætisráðherrann hann Halldór Ásgrímsson og hann vildi fá að vita hvar salernið væri. Stór stund. Hann virkilega lítur út eins leiðinlega og í sjónvarpinu. Hann var þarna á ferð með frúnni sem svo skemmtilega vill til að hún er eins leiðinlega útlítandi og hann, og kallar hann DÓRA.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home