Landvörður: dagur 4
Palli var ekki lengi í paradís, maðurinn sendur til Akureyrar. Þar átti ég að fara á vinnuvélanámskeið (Því dag þarf maður réttindi til að keyra dráttavél) 9-4 í 2 daga, ekki get ég sagt að rjóminn af menningarvitum Akureyrar hafi safnast þar saman í viðleitni sinni til að auka menntun sína og virðingu. Enda voru flesta spurningar á þá veru,
eins og:
Má keyra lyftara próflaus?
Hvað kemst lyftari hratt?
Hvað er lyftari?
Sem sagt tveir dagar af stöðugri kaffidrykkju við það að halda sér vakandi. Ekki var samt öllum jafn ágengt í þeirri viðleitni að halda athygli sinni og ég enda voru þrjár öftustu raðirnar annað hvort að telja mínútur eða kindur. En hugur minn var beittur og athygli mín algjör á því sem kennarinn sagði. Enda var ég 7min 10sek með prófið.
þá var það afstaðið stefnan sett upp á fjall, en á leiðinni þurfti ég að ná í nýjan landvörðu sem myndi vinna með okkur upp á fjalli. Við ætluðum í búð og kaupa í matinn fyrir sumarið.
Fyrsta stopp:
Heilsubúðin. Þar var keypt spelt, graskersfræ, fræ og fleiri fræ. Heilhveiti pasta og mun fleira góðgæti fyrir 20.000 kall
Annað stopp:
Bensínstöðin. Þar voru keyptir 1500l af dísil fyrir 80.000kr
ok af stað uppá fjall, ferðin gekk bara vel og ég var kominn í drekagil um kl 12 á miðnætti, tímanlega til að taka nýja fánan niður sem hafði blaktað þar í 3 sólarhringa
Palli var ekki lengi í paradís, maðurinn sendur til Akureyrar. Þar átti ég að fara á vinnuvélanámskeið (Því dag þarf maður réttindi til að keyra dráttavél) 9-4 í 2 daga, ekki get ég sagt að rjóminn af menningarvitum Akureyrar hafi safnast þar saman í viðleitni sinni til að auka menntun sína og virðingu. Enda voru flesta spurningar á þá veru,
eins og:
Má keyra lyftara próflaus?
Hvað kemst lyftari hratt?
Hvað er lyftari?
Sem sagt tveir dagar af stöðugri kaffidrykkju við það að halda sér vakandi. Ekki var samt öllum jafn ágengt í þeirri viðleitni að halda athygli sinni og ég enda voru þrjár öftustu raðirnar annað hvort að telja mínútur eða kindur. En hugur minn var beittur og athygli mín algjör á því sem kennarinn sagði. Enda var ég 7min 10sek með prófið.
þá var það afstaðið stefnan sett upp á fjall, en á leiðinni þurfti ég að ná í nýjan landvörðu sem myndi vinna með okkur upp á fjalli. Við ætluðum í búð og kaupa í matinn fyrir sumarið.
Fyrsta stopp:
Heilsubúðin. Þar var keypt spelt, graskersfræ, fræ og fleiri fræ. Heilhveiti pasta og mun fleira góðgæti fyrir 20.000 kall
Annað stopp:
Bensínstöðin. Þar voru keyptir 1500l af dísil fyrir 80.000kr
ok af stað uppá fjall, ferðin gekk bara vel og ég var kominn í drekagil um kl 12 á miðnætti, tímanlega til að taka nýja fánan niður sem hafði blaktað þar í 3 sólarhringa