mánudagur, júní 27, 2005

Landvörður: dagur 4
Palli var ekki lengi í paradís, maðurinn sendur til Akureyrar. Þar átti ég að fara á vinnuvélanámskeið (Því dag þarf maður réttindi til að keyra dráttavél) 9-4 í 2 daga, ekki get ég sagt að rjóminn af menningarvitum Akureyrar hafi safnast þar saman í viðleitni sinni til að auka menntun sína og virðingu. Enda voru flesta spurningar á þá veru,
eins og:
Má keyra lyftara próflaus?
Hvað kemst lyftari hratt?
Hvað er lyftari?

Sem sagt tveir dagar af stöðugri kaffidrykkju við það að halda sér vakandi. Ekki var samt öllum jafn ágengt í þeirri viðleitni að halda athygli sinni og ég enda voru þrjár öftustu raðirnar annað hvort að telja mínútur eða kindur. En hugur minn var beittur og athygli mín algjör á því sem kennarinn sagði. Enda var ég 7min 10sek með prófið.

þá var það afstaðið stefnan sett upp á fjall, en á leiðinni þurfti ég að ná í nýjan landvörðu sem myndi vinna með okkur upp á fjalli. Við ætluðum í búð og kaupa í matinn fyrir sumarið.
Fyrsta stopp:
Heilsubúðin. Þar var keypt spelt, graskersfræ, fræ og fleiri fræ. Heilhveiti pasta og mun fleira góðgæti fyrir 20.000 kall
Annað stopp:
Bensínstöðin. Þar voru keyptir 1500l af dísil fyrir 80.000kr
ok af stað uppá fjall, ferðin gekk bara vel og ég var kominn í drekagil um kl 12 á miðnætti, tímanlega til að taka nýja fánan niður sem hafði blaktað þar í 3 sólarhringa

sunnudagur, júní 26, 2005

Landvörður: dagur 3
Grillað: Maður getur nú ekki annað eftir hörmungar helgarinnar. Þegar er grillað fyrir vinnuflokk frá Ferðafélagi Akureyrar, 12 fullhrausta karlmenn uppi á öræfum Íslenska Hálendisins sem allir eru hungraðir. Skal fyrst gera birgðakönnun:
7kg Lambakjöt
5kg Kol
2l Bensín

Framkvæmd:
(samkvæmt Stöðlum FFA)
Kolapokarnir tæmdir á 2 útigrill
Brúsinn tæmdur (þ.e. 2l af bensíni)

Afleiðing:

Ekkert annað en:
Tveggja megatonna* sprengja.
8 sviðnar auga brúnir.

Þá fór loksins að hitna í kolunum, sem brunnu upp á 15 min.

Framreiðsla:

2kg kolaðar Lambakótelettur:
5kg Hráar Lambakótelettur.

Afleiðing:

12 Mjög óánægðir Ferðafélagsmenn.
1 Mjög bitur Landvörður

*megatonn samsvarar 1tonn af dínamíti

laugardagur, júní 25, 2005

Landvörður: dagur 2
Fyrsta verk landvarða á morgnanna er að flagg í fulla stöng sem tókst ekki betur en það að fáninn fauk af húninum og lenti á skítugri jörðinni, þannig að hann þurfti að brenna til að fara af íslenskum lögum: Nýr fáni 37.000 kr

föstudagur, júní 24, 2005

Landvörður: dagur 1
Mættur eftir sveitta keyrslu frá akureyri fyrst tókst mér að sprengja dekkið á jeppanum. Ekki bara sprengja það rífa það og eyðileggja: Nýtt dekk 21.000 kr

fimmtudagur, júní 23, 2005

jæja þá


Askja og Herðubreiðalindir er á miðhálendinu. Þessir tveir staðir eru friðlýstir og þar starfa landverðir. Frekari upplýsingar á Ust.is og FFA.is