fimmtudagur, júlí 28, 2005



Fimmtudagur:
Snæfellsnes. Er orðin svolítið þreyttur á nöldrinu í mér. Ætla hér með að láta gott af mér leiða og fræða fólk um umhverfið og sögu Snæfellsnes:þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi 1500km2. og var stofnaður 2001. Hann er yngsti þjóðgarðurinn og jafnframt sá eini sem liggur að sjó. Aðal einkenni þjóðgarðsins er að sjálfsögðu Snæfellsjökull en hann rís 1448m yfir umhverfið. Annað sem mér hefur fundist svolítið flott við þjóðgarðinn er hinn mikli fjöldi hella sem eru í hrauninu allt í kringum jökulinn. Einnig fjölbreyttnin í jarðfræði umhverfisins, eins og Lónadrangur, Svörtuloft og gígur eftir loftstein sem féll þarna til jarðar árið 1983. verð samt að viðurkenna að gígurinn stendur algjör lega upp úr. Gígurinn er samt ekki nema 1,5m í þvermál en er samt þess virði að kíkja á. Svörtuloft sem hefur verið mikill skipskaða staður gegnum aldirnar er líka staður sem krefst þess að sé kíkt á. Stórkostlegt bjargið og fuglalífið er þess viði til að kíkja á. Samspil land og hafs verður varla hrikalegra en á þessum stað og getur maður eytt mörgum klukkustundum við bjargið bara til að horfa á hina eilífu glímu milli sjó og lands. Síðast en ekki síst er það jökullinn sjálfur. Jökullinn er hæðstur á svokallaðri Miðþúfu eða 1448m.y.s. Jökullinn hefur samt mátt muna sinn fífil fegri enda er töluvert farinn á að sjá. 1990 er jökullinn mældur 15km2 og um aldamótin um 11km2 og er talið að hann sé jafnvel enþá minni í dag. Því er spáð að eftir um 50 ár verði varla hægt að tala um Snæfellsjökul sem jökul lengur. Er þetta áminning um hvað maðurinn hefur haft mikill áhrif á umhverfið sitt. Að barnabörnin okkar munu ekki hafa Snæfellsjökul til að dást að. Þetta eru aðeins nokkrir staðir á Snæfellsnesi sem eru þess virði að gera sér ferð til að skoða.

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Miðvikudagur:
Gestastofa: Sópað, skrúbað klósett. Er allt sem þarf til að koma góða skapinu í lag.
Til að sigrast á Starfsleiða?
1. Fyrst skal reyna að að komast hjá starfsleiða með því að finna sér starf við hæfi: Var búinn að því sótti ekki um þetta starf, vildi ekki þetta starf. Ég vildi vera úti í náttúrunni, uppi á fjöllum ekki úti á nesi.
2. Hafa skal áhuga á starfinu: Áhuginn dvínar ef þú ert búinn að segja 142. sinnum nei! Ég veit ekki um neina helvítis hestaleigu. Nei! Þú getur ekki farið upp á Snæfellsjökull, þú gætir dáið heimski þjóðverjinn þinn.
3. Leitast skal við að hafa metnað fyrir því sem þú tekur þér fyrir hendur: Fokk you!.
Síðast en ekki síst ekki fá þér vinnu í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Þriðjudagur:
Engin gestastofa:
Ég veit ekki hvað ég á að segja... Get varla höndlað þetta. Hvað á ég ekki að sópa neitt í dag? Allt í lagi þá. Markmið dagsins: Palli farðu og chillaðu. En í leiðinni á ég að þrífa klósettin og mála. Ekkert mál (smá málara húmor). Sólin skín í heiði, blanka logn. Gæti ekki verið betri dagur til að vera úti. Klósett þjóðgarðsins eru staðsett á Djúpalónssandi. Keyri þangað, er ekkert að flýta mér, tek þessu bara rólega. Renni í hlað á bílastæðinu og þar er ekki nokkur hræða. Gæti ekki verið betri kringumstæður til að þrífa kúk. Byrja á því að safna saman öllu ruslinu og tek þá eftir svolitlu á gólfinu á kvennmannssalerninu. Tíðablóð! Já Tíðablóð! Einhver kerling hefur farið á túr yfir allt helvítis gólfið. Ekki er ég bjattaður maður og er staðfastur fylgismaður 10sek reglunar. ( 10sek reglan er sú að ef eitthvað ætilegt dettur á gólfið og er tekið upp innan 10sek þá er óhætt að éta það) Sem sagt engin bjattrófa, en þetta var eiginlega of mikið fyrir mig, og ég ekki einu sinni búinn að fá kaffið mitt. Maður verður að gera það sem maður verður að gera. Harkka þetta af mér og dembi mér í þvottinn. Kúgast svolítið, en aðallega út af lyktinni. Já þetta lyktaði eins og hvalshræ sem hefur legið dautt á ströndinni, í mikilli sól í 2 mánuði með enga rigningu. Klára að þrífa og tek mér góða pásu eftir á, bara svona til að jafna mig. Ligg í sólbaði fram á hádegi. Næsta verkefni er að mála. Ég á að mála nokkur bönd! Já bönd, eitthvað eru þau í vitlausum lit. Ok fer og dembi mér í það. Hafði verið varaður við þessu að gæti sullast aðeins, enda erfitt að mála bönd. En þessi bönd eru strekt á milli staura eins og girðing og benda fólki á að þarna megi ekki ganga. Mér er líka sagt að þetta muni sennilega taka mig allann daginn. Allann daginn huh... Tek böndin öll af staurunum dífi þeim ofan í málingar dolluna og síðan tek ég þau aftur upp úr, volla búinn að mála. Fer síðan og finn mér einhverja laut og legst í sólbað það sem eftir lifir dagsins. Mér finnst nú að ég hafi átt þetta allt saman inni eftir allt þetta blóð. Kem sæll og glaður aftur heim um kvöldið og töluvert brúnni.

mánudagur, júlí 25, 2005

Mánudagur:
Gestastofa: Í dag ætla ég að vinna fyrir kaupinu mínu.
Markmið dagsins eru:
Að segja Halló við 50% gesta
Að tala við 25% gesta
Minnka kaffi drykkju um 50% niður í bara 15 bolla
Sem sagt vera 100% starfsmaður í dag. Skúra engin gestur kemur. Pússa glerið engin gestur kemur. Sópa engin gestur kemur. Þríf klósettin engin gestur kemur. Sópa (aftur) engin gestur kemur. Fukk it helli upp á kaffi, set vídeóspóluna af stað og planta mér fyrir framan tölvuna og byrja að kynna mér allt sem hægt er að vita um ÖLKELDUR því eftir vondbrigði Sunnudagsins skal sko farið og fengið sér sótavatn og það strax í kvöld. Dagurinn er furðu fljótur að líða og áður en ég veit er klukkan orðin 1800 og ég af stað í átt til ÖLKELDU l-lll en það eru bæirinir sem sódavatn sprettur upp úr jörðinni. Yndislegur dagur sólin skín lífið er stórkostlegt. Sódavatn hér æ kom. Aksturinn í lengra lagi en allt í lagi. Bara 40km og ég er kominn að Ölkeldu l-lll og fyrir framan mig inni í griðingu sé ég dælu sem einfaldlega stendur upp úr túninu. Tek með mér fjóra 2l gosflöskur og stekk af stað. Á hliðinu á girðinguni er lítill kassi þar sem það er mælst til að fólk borgi 50-100 kr. Fyrir. Ekki málið þó að það væri 1000kr. Sódavatn upp úr jörðinni flæðandi út um allt. Vippa mér að dælunni og tek til við að dæla. Flöskurna fyllast hratt og lund mín lyftist eins og ég sé að dæla góðu skapi í mig og flöskurnar. Fjórar 2l gosflöskur fullar að eins náttúrulegu sódavatni og hægt er. Get ekki stilt mig um það einni sekúndu lengur verð að fá mér stóran teig af þessari lífsins lind. Tek stóran teig... Eitthvað er að. Það er gos í vatninu, það er ekki um að villast, en bragðið er dullítið skrítið. Þetta bragðast eitthvað örðuvísi en venjulegt sódavatn. Get ekki alveg fattað hvaða bragð það er... Jú jú síðan rennur það upp fyrir mér hvaða bragð það er. Bragðið er nefnilega eins og... Eins og Skítur. Fúll á leiðinni heim, segjandi andskotin drullu oft. Kem heim að landvarða húsi og ætla að taka eina flösku með til að gefa hinum, tek ég eftir einu sem ég hef ekki séð venjulegt sódavatn gera. Sem sagt skilja sig í brúna drullu á botninum. Jæja nú er nóg komið, ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá oftast er það ekki SATT.

laugardagur, júlí 23, 2005

Laugardagur:
Gestastofa: Já en og aftur. Ég er búinn að sópa þessa djéskotans gestastofu svo oft að dúkurinn á gólfinu ætti að vera búinn að þynnast um... Jah allavega um 1-2 mm. Hvað er öðruvísi með þennan dag jú í dag er dagurinn sem ég fer og finn mér sódavatn, sem sprettur hér upp úr jörðinni. Það er eins og maður lifi í einhverjum galdra heimi, að uppáhalds drykkur manns (óáfengur nota bene) velli upp úr jörðinni eins gröftur úr bólu... Kannski ekki gröftur úr bólu, eins og mjólk frá móður brjósti... Miklu betra. Ég þarf að kynna mér þetta betur. Ölkelda heitir þetta og er í allnokkru mæli hér á Snæfellsnesi. Jarðfræðilega út skýringu kann ég ekki en er viss um að hún Margrét kann skýringu á þessu eins þú veist kann hún skýringu á öllu. EN sódavatn upp úr jörðinni er eitthvað sem ég verð að kanna og fer að lesa mig til um þetta (en hvað um gesti gestastofunar spyrð þú? Ég setti bara videó i gang og nú truflar mig engin nema um það hvernig eigi að spóla til baka). Ég kemst að því að það er ekki bara ölkeldur (sódavatns uppsprettur ef þú ert ekki að fylgjast með) á þessu svæði, því það er einnig staður hér á nesinu þar sem öl, vín og vatn renna öll saman í eina lind. Þó að þjóðsagan segir að þetta sé satt, skal alltaf taka þjóðsöguna með góðum fyrirvara. Þó það öl, vín og vatn allt á einum stað og vitandi að sódavatn sprettur upp úr jörðinni er ég til að taka þessu með ekki eins miklum fyrirvara, með jafnvel örlitlum opnum hug. Ég ákveð að þetta verði að skoða og það í kvöld. Kemst að því að lindin góða er staðsett í manngerðum brunni langt úti á Önverðanesi, og hún sé alda gömul. Ek að stað strax eftir að ég er búinn að henda öllum út af gestastofunni. Með fjórar 2l tómar gosflöskur leggja af stað, strax farinn að finnast það að koma hingað á Snæfellsnes hafi ekki verið svo slæm ákvörðun. Þar sem ég keyri inn í sólsetrið og lund mín byrjuð að lyftast fer ég fljótt að íhuga hvernig ég eigi að komast heim ef fyrirheitin um lindina góðu standast, því ég er búinn að missa bílprófið allt of oft fyrir ölvunar akstur. Tek þá ákvörðun að ef lindin stendur undir fögrum lofum um hennar ágæti þá mun ég aldrei þurfa að fara til baka, ég get bara verð þar sem eftir er. Legg bílnum við vitan sem gengur undir því skemmtilega nafni Hálfviti því hann rís bara 4m yfir umhverfið. Sé þar skilti og á því stendur brunnur og píla í þá átt sem maður eigi að ganga. Fara nú að renna á mig tvær grímur. Ef allir vita af brunninum, hvar er þá allt fólkið? Hvar er partýið? Ég ætti að sjá allt fólkið, því á skiltinu stóð Brunnur 200m í þessa átt. Kannski eru bara allir Snæfellsingar Templarar. Get sagt þér það að ef þessi lind væri á Ísafirði þá... Hva þú veist hvað ég á við. Það væri allavega ekki stóísk ró yfir staðnum, eins og er greinilega yfir þessari lind. Kem að lindinni sem er í kast fjarlægð við sjóinn og hafgolan leikur um ströndina og mig.Sé strax sé að nafnið veitir á gott. FÁLKINN heitir lindin. Inngangurinn að lindinni er eins að neðanjarðaklúbbi, bókstafleg því á þessu iðagræna túni sést ekkert nema stigi sem liggur niður á við. Fer niður og alltaf verður dimmar og dimmar og er karlinn orðinn frekar spenntur, kem loks af lokum gangsins. EKKERT, bara daunillur bollur í botninum með að því virðist fljótandi sígarettustupi. Þrátt fyrir það er ég kominn alla þessa leið og það er eins gott að ég smakki á lindinni. Tek fram bollann minn og dífi ofaní, tek hann með mér aftur upp á yfirborðið til frekari rannsókna. Lítur út eins og vatn... Jæjá skál og skelli í mig innihaldi bollans í mig. Það næsta sem gerist er ég ekki alveg klár á, það síðasta sem ég man var algjör bruna tilfinning í kokinu og næsta sem ég man eftir er að ég ligg á grasinu og er að kasta upp bollafylli af SJÓ.


Eftir þetta ákveð ég að segja þetta gott í kvöld. Maður þarf ekki að fara á fyllerí á hverri helgi.

föstudagur, júlí 22, 2005

Föstudagur:
Gestastofa. Frekar veiklulegur eftir allt kaffi þambið í gær, ekki tókst mér að sofna fyrr en ég var búinn að naga koddann minn í tvennt. Hvað um það, því í dag ætlaði ég að sópa. Mér var nefnilega bent á það, að ef maður er sópandi allann daginn myndi maður ekki sofna. Þvílíkt kaftæði, en ég harður á því að slappa aðeins af í kaffi drykkjunni því að ég er bara með tvo kodda (og það er líka erfitt að teipa þá saman). Ekki þurfti ég að kvíða skort af gestum í gestastofuna mína. Fullt var út úr húsi langt fram eftir degi og um kl 1700 er Palli Landvörður orðin svolítið þreyttur á öllum helvítis túrhestum (þú ert sennileg að hugsa um gamla Kínverska málsháttin: Gættu þess sem þú óskar þér því það gæti ræst... Jæja þegi þú).Í því er pikkað í öxlina á mér og hver haldið þið að það sé? Enginn annar en Forsætisráðherrann hann Halldór Ásgrímsson og hann vildi fá að vita hvar salernið væri. Stór stund. Hann virkilega lítur út eins leiðinlega og í sjónvarpinu. Hann var þarna á ferð með frúnni sem svo skemmtilega vill til að hún er eins leiðinlega útlítandi og hann, og kallar hann DÓRA.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Fimmtudagur:
Gestamóttaka:
Fyrsti dagurinn á gestamóttöku og er bara frekar bjartsýnn á að þetta muni bara ganga vel. En 2 klst seinna er farið að renna upp fyrir mér hvað allir voru að vara mig við, í sambandi við gestastofuna. Því eftir 2 klst og 0 gesti er mér farið að leiðast svolítið. Upphefst þá hin gríðalega barátta við það að halda sér vakandi. En í baráttu, eins og menn vita er sókn besta vörnin. Sóknin má samt ekki vera eitthvað út í loftið, menn verða að skipuleggja sig. Mér hefur alltaf fundist svokölluð Tangarsókn virka best (En það notuðu Rússar á Þjóðverjana í Stalíngrad), en þannig er að þú ræðst ekki beint á óvininn. Heldur ræðstu á hann á hlið (báðum megin helst, en þar sem við erum með heldur óvenjulega orrustu þá látum við eina hlið duga). Þú semsagt byjar hægt og rólega að drekka ótæpilegt magn af kaffi. Hafa skal í huga að gourmet kaffi er algjört nei í þessu samhengi, því svoleiðis kaffi gæti veitt þér einhverja sælutilfinnigu og þá er spilið búið. Drekka skal Neskaffi, best væri að hella uppá heil ósköp og láta það standa (þarna kemur inní að vera skipulagður) þar til það verður kalt. Svo skal taka bolla og fylla af köldu kaffi og setja í örbylgjuofnin (ef menn hafa eldavél með hellum og hita það upp þannig er það enþá betra). Ekki má drekka allt í einu því þá því útþemd blaðra hjálpar engum, og klósett ferðirnar verða bara fleiri og dregur það nauðsynlegt þrek úr þér. Þannig gengur dagurinn fyrir sig í gestastofu Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Miðvikudagur:
Vakna, alveg gler þunnur er virkilega að sjá eftir þessum drykkjum í gær sem við drukkum á furðu góðum tíma. Þunnur og langar ekki á fætur. Jæja það ´þýðir ekki að grenja Pál Ernis heldur safna kjarki og drulla sér á fætur. Tek leigubíl og bruna niður á BSÍ. Rétt næ að sjá í rassgatið á rútunni er hún rennur úr hlaði (vitið þið hvað það er erfitt að hlaupa eftir rútu kl 8:30 með þrjár töskur og einn bakpoka þunnur? nei þið vitið það ekki neitt). Næ að stoppa rútuna áður hún hverfur út í buskann og príla um borð. 4-5klst á leiðinni ég reyni að sofna. Góði besti. Það eru meiri líkur að ég geti borðað 50 egg en að sofna í rútu*. Ferðin tekur loks enda og hún Margrét Sérfræðingur í Þjóðgarðinum tekur á móti mér og við förum á rúntinn um svæðið og segir mér frá og kynnir mig fyrir öðrum landverði sem ég á að vinna með, henni Ástu (sem ég segi betur frá seinna). Rúntast er fram á kvöld og síðan komið heim að Gufuskálum þar sem landverðir búa (Gufuskálar eru við hliðina á hæstamannvirki Ísland langbylgjumastri RÚV 416m), eftir góðan málsverð (1/4 af 12" pizzu og smá salat) leggst ég þreyttur til hvílu eftir erfiðan og viðburðaríkan dag.

"Nobody can eat 50 eggs" Cool Hand Luke

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Þriðjudagur 19. júní
Hef legið upp í sofa í 2 tvær vikur með fótinn upp í loftið og horft á Discovery og orðinn stút fullur að allskyns óþörfum fróðleik um allan fjandann eins og:

F-15 rabtor interseptor
Stærsta krana í heimi
Hina heimsfrægu hershöfðingja eins og James Russell og Chris Clark en þeir skópu heiminn, eða svo er mér sagt.
Jæja þá. Þá er ég loks á leið aftur upp á fjall... fram á nes... undir jökul, Snæfellsnes. Tek seinna flugið frá Ísafirði áleiðis til Reykjavíkur, og planið er rúta í fyrramálið undir jökul. Ég kem í bæinn fullur af orku og léttur á fætinum (þeim beyglaða) og 5kg þyngri og til í slaginn. Kem við á Hringbrautinni og finn þar einn þreyttan Hilmar Magnússon og ákveð nú skal bretta fram úr ermum og fara á FYLLERÍ. Við skundum niður í bæ og tillum okkur á Kaffibrennsluna og byrjum að sturta í okkur bjórum í blíðskapar veðri og njótum sólarinnar. Eftir nokkra, ákveðum við að fara í eitthvað sterkara og pöntum okkur Eskimohijto (sem er með brennivíni í stað rommi) ,sem er mjög göróttur drykkur. En leynir á sér því eftir 4stk er farið að halla undan fæti og menn farnir að kippa. Það er því miður ekki nógu gott, því á morgun kl 8:30 rúta upp á Snæfellsnes og stefnan tekin heim.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Klikkaða NunnanÚtskýring:
Nunnan Jakopina hafði komið áður til Öskju það var fyrir 3 árum. Hafði hún komið að vetralagi, réttara sagt um páskana. Ómar Ragnason hafði þá fjallað um ferð hennar, en sú ferð var merkileg fyrir þær sakir að Björgunarsveitin Stefán frá Mývatni hafði þurft að ferja hana upp eftir á snjóbíl en það tók 23 klst. að keyra 100 km. frá þjóðvegi 1. Hvað var hún að gera þarna? hún var að elta orkuna sem Askja gefur frá sér og varð bara að komast þangað til að borða ekki neitt (s.s. fasta). Þessi ferð hennar var samt viðburðarík, þar sem hún kunni ekki á kyndinguna og var nær frosin í hel, hún var einnig með tjald sem fauk útí veður og vind og hafði ekkert að éta (sem var kannski allt í lagi þar sem hún var að fasta). 2 vikum síðar var hún dregin niður mínus eitt tjald og allnokkur kíló.

laugardagur, júlí 02, 2005


Landvörður: Laugardagur
Jón hafði komið seint í gærkvöldi, við vöknuðum snemma tilbúnir í gönguna. En fyrst þurfti að ganga frá nokkrum smá atriðum. Tilkynna klikkuðu nunnunni um að hennar væri ekki þörf því við vinirnir ætluðum bara að sjá um þetta. Lagt var af stað um kl 10.00. Með í för voru 10 stikur sem átti að bæta í gönguleiðina, en nokkrar höfðu fallið og týnst um veturinn. 2 bjórar og tvær 3cl flöskur sem átti að drekka í lok ferðarinnar. Einnig slógust í för með okkur hjón úr Garðabænum sem ætluðu í sund í Víti. Ferðin byrjaði vel nokkuð hvasst en það kom ekki að sök.
Viðgerðirnar gengu bar vel og alltaf léttist stiku brigðin. Þegar komið var að Pálskinn, sem er hluti af gönguleiðinni voru allar stikurnar búnar og viðgerðinni lokið. Þar skildust leiðir okkar og hjónanna, þau fóru áleiðis til Vítis og við Jón Smári áleiðis til Suðurbotna sem er háhita svæði í syðri enda Öskjuvatns. Þá var skollið á duna logn og sólin komin fram. Þá fór nú að léttast lund okkar, og við tókum okkur nestispásu undir allbröttu hamrabelti sem við höfðum fikrað okkur niður. Saddir og sáttir var haldið af stað og Suðurbotnar voru í seilingar fjarlægð. Þá var komið að smá gilskorningi sem leysingar vatn hafði skorið í vikurinn sem við þurftum að komast yfir. Þar stóðum við á bakkanum og skoðuðum hvar væri nú best að fara yfir. Þá gefur bakkinn eftir undir fótum mín og ég byrja að detta niður, Þá ákveð ég að reyna að stökkva yfir frekar heldur en að fara niður með skriðunni. Plan mitt var að lenda á sand hóli hinum megin í gilinu þetta var allmikið stökk. Næsta sem gerist er að sandurinn hinum megin er enginn sandur heldur klaki sem ég lendi á með miklum skella og smell og ég heyri eitthvað brotna. Ég reyni að staulast upp á bakkann en það líður næstum yfir mig sökum sársauka, ekki bætti það að Jón Smári ekki alveg að fatta hvað er að gerast hlær bara af mér. Eftir stutta stund fer að renna upp fyrir mér hversu djúpum skít ég er í, og geri mér strax grein fyrir hvað þarf að gera til að koma mér til læknis, því það eru allar bjargir bannaðar til að bera mig héðan þar sem ég er. Þyrla
Ég tók á það ráð að skríða upp úr gilinu þar sem ég var til að ná einhverju sambandi í talstöðina. Þá byrjar ballið. Ég næ sambandi við Gilla sem er rútubílstjóri á Mývatni, og segi honum sólarsöguna. Eftir nokkra stund er ákveðið að senda þyrlu eftir mér þar sem það tæki björgunarsveit 6-7 klst að bara komast til mín, og ekki væri hægt að bera mig í burtu nema með miklu af böndum og talíum. Fljótlega er mér tilkynnt að þyrla Varnarliðsins sé að koma þar sem Landhelgisgæsla sé upptekin, Fokking Varnaliðið að koma að sækja mig (þá og þegar lauk andstöðu minni um veru Varnaliðsins á Keflavík) mitt feita rassgat. Á meðan öllu þessu stóð var Björgunarsveitin Stefán á Mývatni komin í viðbragðstöðu og 5 manns frá Ferðafélagi Akureyrar lagðir af stað yfir heiðina með sjúkrabörur til vonar og vara.Þyrlan kemur og Jón Smári er tilbúinn með neyðarblysið á fyrir fram ákveðnum lendingarstað sem við höfðum fundið fyrir Landhelgisgæsluna. Þyrla Varnarliðsins lendir hjá Jóni en er samt í um 500m fjarlægð. En áhöfn þyrlunar líst ekkert á þennan stað þar sem þeir þurfa að labba með mig dágóðann spöl. Þá koma einir mestu flugfimleikar sem ég hef séð, þyrlan tekur á loft og bakkar til mín og höfuðið á flugmanninum út um gluggann eins og hann sé að bakka í stæði. Hann lendir aðeins fyrir neðan mig og ég horfi ofan á blöðin snúast og eru ansi nálægt jörðinni svona um 1m frá brekkunni. Þar stökkva 2 sjúkraliðar út og þyrlan flýgur aftur í burtu. Þeir koma og meta mig og setja mig í spelkur og styðja mig að þeim stað þar sem þyrlan hafði lent áður. Pólarbear calling Pappabear, pólarbear calling pappabear: og þyrlan tekst á loft þar sem hún hafði sem hún hafði lent nokkurn spöl í burtu. Hún lendir og mér er dröslað um borð í þyrluna og 40min seinna er ég kominn á sjúkrahús í Reykjavík, Þar þakkaði ég kærlega fyrir mig og lofaði að senda þeim myndir. Þar sem ég hafði ekki planað að fara til Reykjavíkur eða einhvern annan stað var ég ekki með síma eða neinn pening eða neitt, þá var bara eitt til ráða fara niður á Kaffibrennslu og fá lánað hjá þeim sem var ekkert mál og ég datt bara í það hjá henni Kötlu á barnum bölvandi sjálfum mér. Andskotinn.

föstudagur, júlí 01, 2005

Landvörður: Föstudagur
Drekagil.Dagur fór í allskonar viðgerðir hreingerningar og snatt. var að gera mig kláran fyrir morgundaginn því þá var hann Jón Smári að koma til að hjálpa mér við viðgerð á gönguleið yfir í Öskju, þar sem ég myndi fara í smá eftirlitsferð um Suðurbotna sem er háhitasvæði í austur enda öskjunnar. Menn gengu snemma til hvílu tilbúnir fyrir átök morgundagsin.