laugardagur, júlí 23, 2005

Laugardagur:
Gestastofa: Já en og aftur. Ég er búinn að sópa þessa djéskotans gestastofu svo oft að dúkurinn á gólfinu ætti að vera búinn að þynnast um... Jah allavega um 1-2 mm. Hvað er öðruvísi með þennan dag jú í dag er dagurinn sem ég fer og finn mér sódavatn, sem sprettur hér upp úr jörðinni. Það er eins og maður lifi í einhverjum galdra heimi, að uppáhalds drykkur manns (óáfengur nota bene) velli upp úr jörðinni eins gröftur úr bólu... Kannski ekki gröftur úr bólu, eins og mjólk frá móður brjósti... Miklu betra. Ég þarf að kynna mér þetta betur. Ölkelda heitir þetta og er í allnokkru mæli hér á Snæfellsnesi. Jarðfræðilega út skýringu kann ég ekki en er viss um að hún Margrét kann skýringu á þessu eins þú veist kann hún skýringu á öllu. EN sódavatn upp úr jörðinni er eitthvað sem ég verð að kanna og fer að lesa mig til um þetta (en hvað um gesti gestastofunar spyrð þú? Ég setti bara videó i gang og nú truflar mig engin nema um það hvernig eigi að spóla til baka). Ég kemst að því að það er ekki bara ölkeldur (sódavatns uppsprettur ef þú ert ekki að fylgjast með) á þessu svæði, því það er einnig staður hér á nesinu þar sem öl, vín og vatn renna öll saman í eina lind. Þó að þjóðsagan segir að þetta sé satt, skal alltaf taka þjóðsöguna með góðum fyrirvara. Þó það öl, vín og vatn allt á einum stað og vitandi að sódavatn sprettur upp úr jörðinni er ég til að taka þessu með ekki eins miklum fyrirvara, með jafnvel örlitlum opnum hug. Ég ákveð að þetta verði að skoða og það í kvöld. Kemst að því að lindin góða er staðsett í manngerðum brunni langt úti á Önverðanesi, og hún sé alda gömul. Ek að stað strax eftir að ég er búinn að henda öllum út af gestastofunni. Með fjórar 2l tómar gosflöskur leggja af stað, strax farinn að finnast það að koma hingað á Snæfellsnes hafi ekki verið svo slæm ákvörðun. Þar sem ég keyri inn í sólsetrið og lund mín byrjuð að lyftast fer ég fljótt að íhuga hvernig ég eigi að komast heim ef fyrirheitin um lindina góðu standast, því ég er búinn að missa bílprófið allt of oft fyrir ölvunar akstur. Tek þá ákvörðun að ef lindin stendur undir fögrum lofum um hennar ágæti þá mun ég aldrei þurfa að fara til baka, ég get bara verð þar sem eftir er. Legg bílnum við vitan sem gengur undir því skemmtilega nafni Hálfviti því hann rís bara 4m yfir umhverfið. Sé þar skilti og á því stendur brunnur og píla í þá átt sem maður eigi að ganga. Fara nú að renna á mig tvær grímur. Ef allir vita af brunninum, hvar er þá allt fólkið? Hvar er partýið? Ég ætti að sjá allt fólkið, því á skiltinu stóð Brunnur 200m í þessa átt. Kannski eru bara allir Snæfellsingar Templarar. Get sagt þér það að ef þessi lind væri á Ísafirði þá... Hva þú veist hvað ég á við. Það væri allavega ekki stóísk ró yfir staðnum, eins og er greinilega yfir þessari lind. Kem að lindinni sem er í kast fjarlægð við sjóinn og hafgolan leikur um ströndina og mig.Sé strax sé að nafnið veitir á gott. FÁLKINN heitir lindin. Inngangurinn að lindinni er eins að neðanjarðaklúbbi, bókstafleg því á þessu iðagræna túni sést ekkert nema stigi sem liggur niður á við. Fer niður og alltaf verður dimmar og dimmar og er karlinn orðinn frekar spenntur, kem loks af lokum gangsins. EKKERT, bara daunillur bollur í botninum með að því virðist fljótandi sígarettustupi. Þrátt fyrir það er ég kominn alla þessa leið og það er eins gott að ég smakki á lindinni. Tek fram bollann minn og dífi ofaní, tek hann með mér aftur upp á yfirborðið til frekari rannsókna. Lítur út eins og vatn... Jæjá skál og skelli í mig innihaldi bollans í mig. Það næsta sem gerist er ég ekki alveg klár á, það síðasta sem ég man var algjör bruna tilfinning í kokinu og næsta sem ég man eftir er að ég ligg á grasinu og er að kasta upp bollafylli af SJÓ.


Eftir þetta ákveð ég að segja þetta gott í kvöld. Maður þarf ekki að fara á fyllerí á hverri helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home