mánudagur, júlí 25, 2005

Mánudagur:
Gestastofa: Í dag ætla ég að vinna fyrir kaupinu mínu.
Markmið dagsins eru:
Að segja Halló við 50% gesta
Að tala við 25% gesta
Minnka kaffi drykkju um 50% niður í bara 15 bolla
Sem sagt vera 100% starfsmaður í dag. Skúra engin gestur kemur. Pússa glerið engin gestur kemur. Sópa engin gestur kemur. Þríf klósettin engin gestur kemur. Sópa (aftur) engin gestur kemur. Fukk it helli upp á kaffi, set vídeóspóluna af stað og planta mér fyrir framan tölvuna og byrja að kynna mér allt sem hægt er að vita um ÖLKELDUR því eftir vondbrigði Sunnudagsins skal sko farið og fengið sér sótavatn og það strax í kvöld. Dagurinn er furðu fljótur að líða og áður en ég veit er klukkan orðin 1800 og ég af stað í átt til ÖLKELDU l-lll en það eru bæirinir sem sódavatn sprettur upp úr jörðinni. Yndislegur dagur sólin skín lífið er stórkostlegt. Sódavatn hér æ kom. Aksturinn í lengra lagi en allt í lagi. Bara 40km og ég er kominn að Ölkeldu l-lll og fyrir framan mig inni í griðingu sé ég dælu sem einfaldlega stendur upp úr túninu. Tek með mér fjóra 2l gosflöskur og stekk af stað. Á hliðinu á girðinguni er lítill kassi þar sem það er mælst til að fólk borgi 50-100 kr. Fyrir. Ekki málið þó að það væri 1000kr. Sódavatn upp úr jörðinni flæðandi út um allt. Vippa mér að dælunni og tek til við að dæla. Flöskurna fyllast hratt og lund mín lyftist eins og ég sé að dæla góðu skapi í mig og flöskurnar. Fjórar 2l gosflöskur fullar að eins náttúrulegu sódavatni og hægt er. Get ekki stilt mig um það einni sekúndu lengur verð að fá mér stóran teig af þessari lífsins lind. Tek stóran teig... Eitthvað er að. Það er gos í vatninu, það er ekki um að villast, en bragðið er dullítið skrítið. Þetta bragðast eitthvað örðuvísi en venjulegt sódavatn. Get ekki alveg fattað hvaða bragð það er... Jú jú síðan rennur það upp fyrir mér hvaða bragð það er. Bragðið er nefnilega eins og... Eins og Skítur. Fúll á leiðinni heim, segjandi andskotin drullu oft. Kem heim að landvarða húsi og ætla að taka eina flösku með til að gefa hinum, tek ég eftir einu sem ég hef ekki séð venjulegt sódavatn gera. Sem sagt skilja sig í brúna drullu á botninum. Jæja nú er nóg komið, ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá oftast er það ekki SATT.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home