þriðjudagur, júlí 26, 2005

Þriðjudagur:
Engin gestastofa:
Ég veit ekki hvað ég á að segja... Get varla höndlað þetta. Hvað á ég ekki að sópa neitt í dag? Allt í lagi þá. Markmið dagsins: Palli farðu og chillaðu. En í leiðinni á ég að þrífa klósettin og mála. Ekkert mál (smá málara húmor). Sólin skín í heiði, blanka logn. Gæti ekki verið betri dagur til að vera úti. Klósett þjóðgarðsins eru staðsett á Djúpalónssandi. Keyri þangað, er ekkert að flýta mér, tek þessu bara rólega. Renni í hlað á bílastæðinu og þar er ekki nokkur hræða. Gæti ekki verið betri kringumstæður til að þrífa kúk. Byrja á því að safna saman öllu ruslinu og tek þá eftir svolitlu á gólfinu á kvennmannssalerninu. Tíðablóð! Já Tíðablóð! Einhver kerling hefur farið á túr yfir allt helvítis gólfið. Ekki er ég bjattaður maður og er staðfastur fylgismaður 10sek reglunar. ( 10sek reglan er sú að ef eitthvað ætilegt dettur á gólfið og er tekið upp innan 10sek þá er óhætt að éta það) Sem sagt engin bjattrófa, en þetta var eiginlega of mikið fyrir mig, og ég ekki einu sinni búinn að fá kaffið mitt. Maður verður að gera það sem maður verður að gera. Harkka þetta af mér og dembi mér í þvottinn. Kúgast svolítið, en aðallega út af lyktinni. Já þetta lyktaði eins og hvalshræ sem hefur legið dautt á ströndinni, í mikilli sól í 2 mánuði með enga rigningu. Klára að þrífa og tek mér góða pásu eftir á, bara svona til að jafna mig. Ligg í sólbaði fram á hádegi. Næsta verkefni er að mála. Ég á að mála nokkur bönd! Já bönd, eitthvað eru þau í vitlausum lit. Ok fer og dembi mér í það. Hafði verið varaður við þessu að gæti sullast aðeins, enda erfitt að mála bönd. En þessi bönd eru strekt á milli staura eins og girðing og benda fólki á að þarna megi ekki ganga. Mér er líka sagt að þetta muni sennilega taka mig allann daginn. Allann daginn huh... Tek böndin öll af staurunum dífi þeim ofan í málingar dolluna og síðan tek ég þau aftur upp úr, volla búinn að mála. Fer síðan og finn mér einhverja laut og legst í sólbað það sem eftir lifir dagsins. Mér finnst nú að ég hafi átt þetta allt saman inni eftir allt þetta blóð. Kem sæll og glaður aftur heim um kvöldið og töluvert brúnni.